|
Hmmm....
Jæja, gaurinn sem seldi okkur er með móral og vill ekki rifta samningnum!! Við erum komin með lögfræðing og allt! Við erum enn á Frakkastígnum og líður svosem alveg hreint ágætlega þar, langar ekkert til að fara. En þar sem íbúðin er nánast verðlaus er ekki um annað að ræða. Allir sem við tölum við segja að við eigum rétt á að fá riftun, þetta er nú einu sinni leyndur galli sem kom fram áður en fresturinn til að finna leynda galla rann út. Eeeen, svo við tölum um eitthvað aðeins skemmtilegra, þá söng kórinn með Plácido Domingo á dögunum. Þetta var magnað! Þessi maður er svo mikill afi að það er ótrúlegt! Það eru engir stjörnustælar í honum, hann bara gekk um á meðan hann þurfti ekki að æfa sig, og reyndar líka þegar hann var að því. Í eitt skiptið sem hann átti að syngja línu var hann kominn lengst út í sal og söng þaðan. Við heyrðum betur í honum en bössunum í eigin kór! Ég fékk eiginhandaráritun handa mér á gamla vínylplötu og handa Fjólu frá bæði honum og Ana Maria Martines, sópransöngkonu, handa Fjólu. Domingo gefur ekki eiginhandaráritanid á prógrömm fyrir tónleika, það er hans hjátrú, "it's bad luck". Svo fékk ég mynd af okkur saman, hann meira að segja tók utan um mig þegar Eva tók myndina!! Ég set hana seinna inn á bloggið. Sjáumst!!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:04
|
|
|